13.7.2009 | 22:56
Fiðrildið....
Ákvað að taka upp pennann og byrja að blogga aftur eftir langa fjarveru frá bloggheiminum & henda inn hugdettum og vitleysu sem mig dettur í hug!
Sumarið er búið að fara í ferðalög. Byrjaði á því að fara til Portúgal í ógleymanlega ferð, og var að koma heim frá Húsavík eftir að hafa skoðað Dimmuborgir, Leirkveli og farið á vit ævntýranna í hvern sjó túrinn á fætur öðrum að leyta af hvölum. Var svo heppin að sjá Hrefnu stökkva, Hnúfubak og Höfrunga. Hnúfubakurinn stökk nú samt ekki. Þetta eru alveg magnaðar skepnur og fékk ég að heyra nokkrar staðreyndir af mörgum sem mig langar að deila með ykkur hér:
Steypireyður getur vegið frá 100 - 190.tonn af þyngd.
Hjartað í Steypireyð (sem er stærsta hvalategundin) er með hjarta sem er á stærð við fólksbíl.
Steypireyður í þyngd jafnast á við tvö þúsund og sjö hundruð manneskjur!! og 63. kýr.
Og mannskepnan getur synt í æðunum, þær eru svo þykkar og stórar!!
Steypireyðurinn þarf að éta um 4000.kg á dag og er stærsta dýr jarðarinnar.
Hef aukinn áhuga á hvölum og alskyns sjávardýrum eftir þessa Húsavíkur ferð.....
Þetta er gott í bili!.....
Þangað til næst :)
Athugasemdir
"Og mannskepnan getur synt í æðunum, þær eru svo þykkar og stórar!"
ojj bara :)
Heiða (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:04
hehe :) já..
alveg ótrúlegt
Karen B. Knútsd., 13.7.2009 kl. 23:28
:)
. (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.